Tvinni

Á þessari síðu er yfirlit yfir þær tvinnagerðir sem við höfum til sölu. Hafðu samband ef þig vantar frekari upplýsingar eða ef þú finnur ekki hér það sem þú ert að leita að, við erum með meira úrval í verslun okkar.

Coats Epic er mjög góður tvinni úr 100% polyester. Hann er það sem kallað er „core spun“ sem þýðir meiri gæði, færri hnökrar og minna ryk af tvinnanum. Ekta saumastofutvinni. Kemur á 1.000m keflum og 5.000m keflum.

Grófleiki 120 – fyrir almennan saum og overlock.

Grófleiki 80 – fyrir sauma sem meira reynir á s.s. í vinnufatnaði.

Grófleiki 30 – fyrir stungur t.d. í leðursaum.

Coats Gramax er óspunninn þráður úr 100% polyester. Hann er mjúkur og leggst vel í saumi og er notaður m.a. sem gríparaþráður í overlock eða sem undirþráður í þekjusaumi.

Gramax 160 – í gríparaþræði í overlock í almennan saum. Kemur á 10.000m kelfum.

Gramax 80 – í gríparaþræði í overlock í ullarefni ofl. Kemur á 5.000m keflum.

Coats Eloflex er teygjanlegur þráður sem er notaður í sauma sem teygist á í t.d. íþróttafötum og leggings.

Grófleiki 120 – kemur á 3.000m keflum.

Coats Gral – 100% polyestertvinni

Grófleiki 200 – Notaður t.d. í blindföldun.

Coats Nylbond er sterkur nylonþráður sem notaður er í bólstrun, leðursaum, fánasaum og fleira.

Nylbond 60 – nokkuð fínn tvinni, svart og hvítt til á lager, 6000m á kefli

Nylbond 40 – sá grófleiki sem mest er tekinn, nokkrir litir til á lager, 3000m á kefli

Nylbond 20 – grófur tvinni, svart og hvítt til á lager, 1500m á kefli

Nylbond 13 – mjög grófur tvinni, svart og hvítt til á lager, 2000m á kefli

Madeira Classic er mjög góður útsaumstvinni úr 100% viscose. Með fallegri áferð, hentar líka t.d. í stungur í bútasaumi.

Classic 40 – mest notaði grófleikinn, 387 litir til á lager á 1.000m keflum. Svart, hvítt og algengustu litir til á 5.000m keflum, aðrir litir eru sérpantaðir.
Sjá litakort hér.

Classic 60 – fíngerðari þráður, notaður t.d. til að sauma smátt letur í útsaumi. Hvítt til á lager á 1.500m keflum.

Madeira Polyneon er útsaumstvinni úr 100% polyester. Hann þolir vel allan þvott, einnig með vægri klórblöndu og er því gjarnan notaður í útsaum á kokkafatnaði og öðru álíka.   Sjá litakort hér.

Polyneon 40 – sá grófleiki sem mest er notaður, svart og hvítt til á lager á 1.000m og 5.000m keflum, aðrir litir sérpantaðir.

Polyneon 60 – fínlegri tvinni sem notaður er t.d. til að sauma lítið letur, hvítur á 1.000m keflum til á lager.

Madeira FS Metallic er góður metaltvinni sem slitnar síður en annar metalþráður við útsaum og þolir þvott. Hann kemur í nokkrum grófleikum og útfærslum.

FS No.40 – sléttur og áferðarfallegur metalþráður, eigum til 13 gull, silfur og koparliti á lager á 1000m keflum. Jafnframt silfur og gull á 200m keflum. Sjá litaspjald hér.

Metallic No.40 Sparkling – nokkrir litir til á lager á 200m keflum. Sjá litaspjald hér.

Metallic No.40 Soft – nokkrir litir til á lager á 200m keflum. Sjá litaspjald hér.

Madeira Fire Fighter No.40 er 100% aramid tvinni sem er eld- og hitaþolinn og sérstaklega ætlaður í hlífðarfatnað og annað þar sem slíkir eiginleikar skipta máli.

Fæst í 24 litum, eigum til svart og hvítt á lager á 2.500m keflum. Sjá litaspjald hér.

 

Madeira Aerofil er saumtvinni úr 100% poyester, grófleiki 120. Hann er það sem kallað er „core spun“ sem þýðir meiri gæði, færri hnökrar og minna ryk af tvinnanum.
Við eigum alla 180 litina til á lager á 400m keflum

Madeira Cotona No. 30 Multicolor– Góður sprengdur bómullartvinni úr 100% egypskri bómull, kjörinn til að stinga með í bútasaumi. Eigum alla 10 litina til á lager.

Madeira Lana No. 12 Multicolor– Fallegur ullartvinni úr 100% ull, notaður til að skreyta. Eigum alla 10 litina til á lager.

Madeira Bobbins er tilbúinn undirþráður á spólum til að nota í útsaumsvélar með stál spóluhúsi, með segli á annarri hliðinni til að halda spólunni stöðugri.
144 spólur í kassa, 120m á hverri spólu. Hvítt og svart til á lager.